Ég fór í gærkvöldi í gönguferð um Elliðaárdalinn. Hann er yndisleg perla í borgarlandinu og virkilega gaman að sjá hve allt er snyrtilegt og vel við haldið í kringum gömlu rafstöðina, það er í rauninni alveg sérstakt. Því miður er ekki sömu sögu að segja um nýrra húsið, það er greinilega í niðurníðslu og þarnast átaks í viðgerð.
Það er vonandi að ekki verði farið að ráðgera að leggja landsvæði í dalnum undir íbúðarbyggð, en því miður er aldrei að vita hvað ráðamönnum dettur í hug í þeim efnum. En kannski er sú hætta ekki mikil vegna laxveiðiárinnar sem um dalinn rennur, ég held að hann sé friðaður vegna hennar.
Ég hlakka til að fara og sjá Máfinn fluttann á þessum slóðum seinna í mánuðinum.
miðvikudagur, júlí 19, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli