...þær eru fallegar og skemmtilegar, en verða svo hálf ankanalega þegar fólk skilur, því miður...
Ég var í heimsókn hjá mömmu og pabba áðan og mamma gaf mér þessar myndir, sem ég hafði reyndar ekki séð áður og vissi ekki að væru til. Hún sagðist ekkert vita hvað hún ætti að gera við þær og það veit ég nú eiginlega ekki heldur, því þó við Kristján Jón séum ósköp ung og sæt á myndinni, þá dugði það ekki til og við skildum 12 árum seinna. Þetta eru nú samt bestu giftingarmyndir sem ég hef séð af okkur, því þær sem Pétur ljósmyndari á Húsavík tók af okkur voru drungalegar og lítið varið í þær.
Þessar fallegu myndir tók pabbi hins vegar af okkur, aðra í stofunni á Ásgarðsvegi 11 á Húsvík, þar sem tengdaforeldrar mínir bjuggu og hina úti í garðinum þeirra.
Ég hugsa að ég geymi þær bara hér hjá mér og svo geta strákarnir mínir fengið eintök ef þeir vilja.
sunnudagur, ágúst 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Já, svona myndir hafa alltaf sitt gildi, jafnvel þótt sambandsskilgreiningin breytist. Það breytir því nefnilega ekki að þessi dagur var til og hann var sennilega mjög ánægjuríkur líka! Og svo urðu til börn sem afrakstur. Ekki slæmt það.
GAA
mér finnst þetta gæti verið úr einhverri bíómynd..eitthvað svo "stjörnulegt" par;)
Takk fyrir kommentin!
Guðný Anna: Það er mikið rétt hjá þér.
Vala: Ha, ekki hafði mér nú dottið það í hug ;o) Vá...
Geyma svona myndir fyrir afkvæmin. Fékk í hendurnar um daginn brúðkaupsmynd af mömmu og pabba sem skildu þegar ég var 5 ára. Hef hana ofan í skúffu og undrast alltaf jafnmikið hvað þau gátu verið halló og ellileg um 27 ára aldurinn :)
Stjörnuleg? Þið eruð eins og par sem sýndar eru myndir af í Americas Most Wanted...hehe
Skrifa ummæli