Efri röð: Grikkland og suðurhafseyja, kannski Jamaica
Neðri röð: Japan, Frakkland og Danmörk
Neðri röð: Japan, Frakkland og Danmörk
Þvílík ægileg dellukelling sem ég er! Nú er ég búin að eyða alltof miklu á eBay...í dúkkur...hef verið á dúkkufylleríi, sem sagt, og er nú að farast úr stressi. (Og svo hef ég reyndar heldur ekki vanrækt Góða Hirðinn, en nú er heimsóknum þangað lokið í bili, enda byrjar skólinn á morgun). Ég kem til með að verða að vera með mitt eigið uppboð á þessum elskum. Vill ekki einhver kaupa gamlar, "vintage" þjóðbúningadúkkur á góðu verði? Nóg úrval. Svo asnaðist ég líka til að bjóða í nokkrar postulínsdúkkur, sem eru vitaskuld rándýrar í flutningi, þar sem þær eru svo þungar. Fattaði of seint að það er leyfilegt að skrifa seljandanum og biðja hann um að taka boðið aftur, sem er honum samt sem áður algjörlega í sjálfsvald sett hvort hann gerir. En það er ég búin að gera síðan og því hefur verið ljúflega tekið. - Þær voru á svo hlægilega lágu verði að mér datt eiginlega ekki í hug annað en að verða yfirboðin, sem gerðist sem sagt ekki, þannig að ég fékk þær á samtals $7, en það bætist sem sagt upp með þóknun og flutningsgjaldi. Þessu þarf maður að passa sig á, sennilega þess vegna sem svona lítið er boðið í slíkar dúkkur, nema rándýrar antík dúkkur, sem eru aðrir kaupendur að en við venjulega "fátæka" fólkið. Set hér sýnishorn með af þeim dúkkum sem ég er búin að kaupa, en eru ekki komnar til landsins ennþá.
Þær eru ósköp sætar!
Púff, ég er eiginlega komin með yfir mig af þessum dúkkum öllum...í bili.
Vill ekki einhver koma með góða tillögu um hvað ég eigi að gera við þær (annað en að eiga þær)?
2 ummæli:
Æfa þig í hárgreiðslu og klippa þær?
Nei takk! :(
Skrifa ummæli