föstudagur, september 01, 2006

Fyrstu þrjár dúllurnar

Jæja, þá eru fyrstu dúkkurnar komnar í mínar hendur. Þær eru allar æðislega sætar og fínar.
Hér til hægri er mynd af bjútí frá Karibísku eyjunum og hér fyrir neðan indíánastelpa og lítil prinsessa, sem er tuskudúkka. Þær býð ég nú yfirleitt ekki í, heldur var þessi tekin til að leiðrétta viðskiptin milli mín og hennar Beth sem seldi mér hana. Hún er nefnilega nýbyrjuð að selja á eBay og byrjaði á því að láta mig borga helling í sendingarkostnað, sem ég, líka nýbyrjuð, borgaði umyrðalaust. En síðan sendi hún mér skilaboð um að hún hefði skoðað málið betur og þetta væri alltof mikið, bauð mér endurgreiðslu og var svo að vandræðast með hvernig hún ætti að koma henni til mín. Sjálfsagt hefði verið hægt að setja hana bara inn á Paypal, en ég bauð henni að bjóða í eitthvað lítið sem hún væri með og fá það upp í, svo þannig fékk ég nú þessa sætu prinsessu.

Svo var þetta nú merkisdagur líka að því leyti að skólinn byrjaði hjá mér í dag. Mér líst mjög vel á þetta, við erum ekki nema eitthvað um 14 sem erum að byrja í dönsku og kennararnir eru indælir, svo ég hugsa að þetta verði bara mjög kósý hjá okkur. Svo förum við, alla vega einhver okkar, til Danmerkur í viku, í október, ég er strax farin að hlakka til. Uppihaldið verður nánast frítt, með styrk frá dönum (því þeir eru svo ánægðir að einhver skuli vilja læra dönsku), en fargjaldið út/heim verðum við að borga sjálf, þó það nú væri. Þetta verður voða, voða gaman, allt saman.


2 ummæli:

Mo'a sagði...

I wish I could be in the Danish class with you. I am learning by listening to CD's.
I don't remember much from school...those many years ago, but every once in a while a word or setence sounds very familiar to me...perhaps the old file drawers are opening.
Danish classes are not eazy to find here...I am searching :)

Saumakona - eða þannig sagði...

Ég vildi óska þess líka, Móa, að þú gætir verið með mér þar.
Hvernig var það, náðir þú ekki í mig meðan þú varst á Íslandi, eða varstu of upptekin, við heimsóknir og þess háttar? :(
Ef við hittumst einhvern tíma, þá tölum við dönsku saman, er það ekki?! :)