Var bara svolítið að leika mér með mynd sem var bæði illa lýst og óskýr, en sem ég hef samt sem áður alltaf haldið mikið upp á.
Þetta er þokkalegasta útkoma af þessu brölti mínu, finnst mér.
Hérna er sama myndin í tveimur blæbrigðum í lit:
Á myndina hægra megin er ég búin að setja "olíumálverks"-effekt og eitthvað hef ég líka átt meira við litinn en á hinni.
Þessi hægra megin er upprunalega myndin.
Önnur flott mynd,
úr sama ferðalagi. ->
úr sama ferðalagi. ->
Síðast að gamni tvær "uppflikkaðar" skvísumyndir af "moi", sú fyrri tekin á árshátíð Lansans í apríl 200, sú síðari í júlí 2003 í brúðkaupi Völu Bjartar. Smá útlitsbreyting hefur orðið á dömunni, sýnist mér, ekki satt? Og kannski á innviðunum einnig.
2 ummæli:
Þetta er falleg og björt kona.
GAA.
Takk!
Skrifa ummæli