miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Sultun


Nú þurfum við bráðum að fara að huga að sultun og niðursuðu og undirbúningi fyrir svoleiðis stúss. Svo sýnist mér að minnsta kosti samkvæmt því sem segir í "småprat" í "Tidens Husholdningsdagbok", sem er eftir Evu Berg og Lillemor Erken og með formála eftir dr. Otto Galtung Hansen, rituðum í Osló, 27.nóvember, 1939:
Móður minni áskotnaðist þessi bók þegar hún var ung og nýgift kona. Ég held að hún hafi notað hana eitthvað, að minnsta kosti hefur hún skrifað sína eigin uppskrift að rotvarnarefni inn í hana á blaðsíðu ætlaða fyrir eigin uppskriftir. Hún gaf mér síðan þessa bók fyrir mörgum árum, sennilega þegar ég byrjaði að búa, en ég get nú ekki sagt að ég hafi nýtt mér hana að öðru leyti en að fletta henni mér til gamans, enda greyið orðið ósköp lúið og heldur gamaldags. Manni kemur óneitanlega býsna margt spánskt fyrir sjónir sem rætt er í bókinni, meðal annars hvernig best sé að haga þvottadögum o.s.frv., þó svo ýmsar ráðleggingar um aðsjálni í heimilishaldi hljóti enn að vera í fullu gildi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg er þetta dásamlegt. Svona bækur eru gersemar og segja meira um liðna tíð - og þar með samtímann! - en margt annað. Gaman að fylgjast með afurðum skannans þíns, sem greinilega er þarfaþing.
Kærar þakkir!
GAA

Saumakona - eða þannig sagði...

Þakka þér sjálfri; það er alltaf jafn gaman að fá "komment" á það sem ég er að bjástra!