miðvikudagur, september 13, 2006

Enn um dúkkulísur



Þessar dúkkulísur var ég rétt í þessu að kaupa á uppboði á eBay. Það skal viðurkennt að þær eru dýrasti einstaki hluturinn sem ég hef keypt þar ennþá. Þær Carol og Betsy kostuðu nú samt ekki nándar nærri jafn mikið og Kim Novak, heldur kostuðu þær "bara" $68 (Í.kr. 4.827.32 á gengi dagsins). Mig rak í rogastans þegar ég sá þær fyrst boðnar upp, því nákvæmlega þessar fallegu lísur voru til á okkar heimili í gamla daga, ég man nú ekki nákvæmlega hvaða systirin af þessum þremur elstu fékk þær, frekar en með svo margt annað (móðir okkar ruglast reyndar oft í þessu líka). Bókin er heil og algjörlega óklippt. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að slá til og bjóða í og reyndist svo vera eini aðilinn sem bauð, þannig að ég fékk þær á þessu uppsetta byrjunarverði. Heppin!


Þessa bók sá ég reyndar líka boðna upp á eBay, en svona bók fékk að gjöf frá jafnaldra mínum, honum Sverri, syni prestsins á Klaustri, þegar ég varð að því er mig minnir 4 ára. En þar sem ég á það eintak enn er ég ekkert að bjóða í hana á eBay! :)

Engin ummæli: