miðvikudagur, september 06, 2006

Kim Novak


Þessi Kim Novak dúkkulísa er boðin upp á eBay núna. Byrjunarverðið var $0.99, en núna þegar ég skrifa þetta, 5 dögum áður en uppboðinu lýkur, er hún komin upp í $32.99.
Vinsæl dama!

Getið þið annars getið upp á hvaða íslensk fjölmiðlakona minnir mig á Kim Novak? :)

P.s. Vá, hún endaði í $199, eða ríflega 14.000 íslenskum krónum, sem sjá má ef þið farið inn á linkinn hér fyrir ofan. Hver sem ætti nú gömlu dúkkulísurnar í heilu lagi ennþá og gæti boðið þær upp á eBay. Það hefði getað verið ansi góð búbót, það er að segja ef maður hefði þá tímt því!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eddu Andrésdóttur....??
Takk fyrir þetta, Gréta, þú ert aldeilis betri en enginn!
Ég dríf mig beint á eBay núna.
Bless á meðan....!
GAA

Saumakona - eða þannig sagði...

Þú áttir kollgátuna! :)

Dúa sagði...

Ji og ég hélt að það væri Ólöf Rún Skúladóttir. Fæ ég engin verðlaun?