miðvikudagur, september 06, 2006

Þessa litlu elsku...


...sótti ég á pósthúsið í gær og skrautlega litla manninn með henni. Seljandinn kallaði dömuna "The Ciquita Banana Beauty", virðist vera að sum fyrirtæki í Bandaríkjunum hafi á sínum tíma dreift litlum dúkkum til góðra viðskiptavina, eða þannig skil ég það. Maðurinn er auðvitað í gríska þjóðbúningnum fyrir karlmenn, þeir eru líka pilsklæddir, eins og skotarnir, þó minna grín sé gert út af því, einhverra hluta vegna. Hún er 22 cm á hæð, með höfuðbúnaðnum og hann er 19 cm.

Engin ummæli: