mánudagur, september 04, 2006

Krókódílakallinn

Þennan mjög sérstaka náunga, Ástralíumanninn Steve Irwin, sá ég einhvern tíma í kvöldþætti hjá Jay Lenno, á meðan ég nennti enn að horfa á þá. Hann varð mér mjög minnisstæður, sem sést á því að ég skuli enn muna eftir honum, meðan að oft rennur margt af þessu fólki sem kemur í heimsókn til Lenno svona nokkuð liðlega í gegnum heilasellur mínar.
- Svona fór þá fyrir honum.
Blessuð sé minning hans.

1 ummæli:

Dúa sagði...

Horfi greinilega ekki nóg á Jay Leno því þegar ég heyrði fréttirnar hélt ég að gaurinn sem lék Krókódíla-Dundee væri dáinn *roðn*