sunnudagur, september 03, 2006

Rússar

Þessi pínulitlu kríli, 10 cm (4 1/2") á hæð, úr mjúku plasti fékk ég í gær (eða fyrradag öllu heldur, því fólkið uppi tók við pakkanum fyrir mig) sem póstsendingu, þurfti sem sagt ekki að greiða toll af þeim. Þær komu frá Englandi, en eins og lesendur kannski muna fékk ég fyrstu skeiðina í pósti frá Kanada. Það virðist vera einhver munur þar á, hvort vara er send frá USA eða annars staðar frá. Það verður fróðlegt að sjá hvort dót sem ég hef keypt þaðan og ætti auðveldlega að vera hægt að senda í bréfapósti fer í tollskoðun, til dæmis gamlar dúkkulísur, dúkkuföt og snið fyrir þau. Sjáum til.
En fyndið fannst mér að á pakkanum með dúkkunum frá Beth var lang lægsti sendingarkostnaður sem ég hef fengið, lítill flatur pappakassi sendur sem international letter og þakinn frímerkjum. Spurning hvort hún hafi fengið spes díl á pósthúsinu, kannski er hún voða sæt ljóska, því ég fann eitt ljóst, liðað hár á annarri dúkkunni. :)
P.s. Ég fékk að vita hjá annarri sölukonu að þetta er svo sannarlega rétt: Það má senda alla pakka sem vega undir 1 pundi sem bréf, með United States Postal Service, sem er langódýrasti sendingarmátinn.
Svo eru aðrir sem eru hrikalega ósvífnir, rukka mann um háa upphæð fyrir það sem á að vera hægt að senda sem bréf, og það sem meira er senda skilaboð um að maður þurfi að borga þeim ennþá meira í sendingarkostnað, senda reikning á e-mail og ætlast til að maður borgi inn á PayPal, nokkuð sem eBay varar fólk alvarlega við að gera, þar sem öll peningaútlát fólks sem verslar þar eigi að fara í gegnum þá.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Áttu dúkkulísur frá því að þú varst lítil? Mikið vildi ég að ég ætti allar mínar gömlu - og albúmin með. Ég lék mér m.a. með Kim Novak og Pat Boone. Svo teiknaði ég heil býst af fötum og m.a.s. sjálfar dúkkulísurnar. Þetta voru heilu klönin áður en yfir lauk. Undir lokin var ég farin að búa til dúkkulísur og föt fyrir frændsystkin mín, eftir pöntunum. Hvílík dýrð! Þetta var þá.....
Góðar kveðjur, GAA

Mo'a sagði...

Greta, I was to busy this time to meet people. I only had a week and had some business to attend to. I will be coming back in the early spring, then I will give myself more time. By then I will be a little farther in my Dansk and I can try it out. Bough a new program from rosettastone.com
Anonymous, I wish I had my old dukkulisur....had many a happy hour playing with them, and making their clothes....like you I ended up making my own people also.
I like all your dolls Greta and I am happy that they found a good home.