<-Schæffergården í Gentofte, þar sem við 1. árs dönskunemar munum búa í 6 daga og nætur, og fá MJÖG gott að borða!
...það styttist í Danmerkurför. Námið sækist ágætlega, þó ástundunin sé kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það kemur mér til góða að vera þokkalega góð í málinu. Mér finnst skemmtilegast í dönsku máli og málnotkun; ég fíla kennarann og hann fílar mig! Hins vegar leiðist mér málfræðin alveg hryllilega, vonandi þrælast ég þó til að taka sæmileg próf í henni, þó ég nenni ekki að mæta í tíma. En þarf nú svona að fara til þess að prenta réttu latnesku málfræðihugtökin inn í heilabúið, svo ég muni geta framkvæmt umbeðin dæmi, þar sem maður þarf að kunna þessi réttu hugtök.
Óskar fór aftur austur í dag; var heima í viku, en var að vinna á fullu allan tímann við að innrétta nýja stúdíóið hans Hilmis Arnar. Það kom sér vel að hafa hann með sér um síðustu helgi í Kolaportinu, ég veit satt að segja ekki hvernig ég hefði farið að því án hans. Salan gekk sæmilega, var þó heldur dræm, enda verstu söludagarnir, að því er reyndir Kolaportssalar tjáðu mér. - Fórum út að borða í gærkvöldi á Shalimar, uppáhalds veitingastaðnum mínum. Vonandi hefur hann það bara gott þarna í heimabyggðinni.
Ég var á löngum fundi hjá samfrímúrurum í dag til að undirbúa næsta fund, á mánudaginn kemur, sem er fyrsti fundur okkar á önninni. Það verður mikið um að vera hjá okkur á þessari önn, alveg fram að jólum, en því miður má ég auðvitað ekki skýra frá þessu í smáatriðum, eðli málsins samkvæmt, þar sem efni fundanna er leyndarmál.
laugardagur, október 07, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Halló, halló, ertu í Frímúrarareglunni?????
Eða kó?
Kó! :)
Skrifa ummæli