þriðjudagur, október 31, 2006

Jæja,...

...það er léttari á mér brúnin í dag en í nótt, þegar ég skrifaði síðasta pistil, enda skín sólin glatt og ég er búin að fara í tvo tíma í dönsku máli og málnotkun, sem eru skemmtilegustu tímarnir í dönskunni. Svo ætli ég sé nokkuð að fara að hætta, og reyni ekki heldur að þrælast áfram með þetta nám. Svo fór ég og talaði við forseta guðfræðideildarinnar um að fá að sitja þar í tímum að gamni mínu, sem reyndist Guð-velkomið. Verst að ég held að margir tímanna á 1. ári þar stangist á við dönskuna. En mér datt þetta í hug vegna þess að við vorum í dönskutímunum í morgun uppi á eftsu hæð í aðalbyggingu háskólans, þar sem mér finnst ég ennþá eiga hálfpartinn heima, síðan ég var í guðfræðideildinni fyrir fjórum árum síðan.

3 ummæli:

Mo'a sagði...

Hello!!! I just read your reply to me on your post before last....I was always surprised when I heard English words thrown in here and there.....and when I asked how do you say this and that and they would smile and say the word back to me in English.
Today is my one year blog anniversary, I mention you in my post :)
I understand Halloween is celebrated in Iceland these days....so, Happy Halloween

Nafnlaus sagði...

Hæ Greta mín, langt síðan ég hef párað eitthvað hérna hjá þér, en í þetta sinnið var ég að spá í hvort þú gætir á einhvern hátt hjálpað ungri einstæðri þriggja barna móðir, hún var að greinast með krabbamein, og hana langar að heyra frá þeim sem hafa lent í svipuðu, og þá datt mér þú strax í hug. Þetta er bloggið hennar

http://www.123.is/crazyfroggy/

og hún er að biðja um komment eða reynslusögur frá einhverjum sem þekkja þetta af raun.
Ég þekki hana aðeins af afspurn, en mér datt þú bara strax í hug, þegar ég las þetta

Kær kveðja

Þorbjörg

Saumakona - eða þannig sagði...

Kíkti á þessa síðu.
Lalla mín, ég veit ekki hversu mikið ég myndi hafa að segja þessari ungu konu, þar sem hennar aðstæður eru greinilega gjörólíkar mínum. Því þó sama sjúkdómsgreiningin "prýði" okkur báðar, þá er krabbamein eins konar "regnhlífarhugtak" yfir margar tegundir af þessum sjúkdómi.
Ég þurfti til dæmis ekki að fara í mjög krassandi lyfjameðferð, miðað við þá sem hún er í, og mín meinvörp greindust 17 árum eftir að ég greindist upphaflega, sem þýðir að minn sjúkdómur er MJÖG hægfara, þó hann sé til staðar í líkamanum og ég taki eina litla pillu á dag til að halda honum niðri.