
Sá spænsku myndina
Völundarhúsið í Regnboganum í gærkveldi. Hún býður upp á afar ofbeldisfullar senur og mörg atriðin eru blóði drifin. Þrátt fyrir það er myndin hrífandi fögur frásögn af lífsbaráttu og hugarheimi ungrar og hrifnæmrar stúlku á tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar. Listræn blanda af raunsæjum hryllingi og fegurð ímyndunaraflsins. Og tónlistin er frábær.
- Það var klappað í bíósalnum í lokin! -
Svo sá ég auðvitað líka
Pret-a-Porter (nenni ekki að leita að réttu kommunum á lyklaborðinu!) hjá
Kvikmyndasafninu s.l. þriðjudag, sem var náttúrlega aldeilis og sérdeilis dægilegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli